Jessica Simpson gleður munaðarleysingja í Mexíkó

Jessica Simpson.
Jessica Simpson. Reuters

Múgur af börnum og mariachi-hljómsveit tóku á móti Jessicu Simpson þegar hún kom færandi hendi á munaðarleysingjahæli í Mexíkó um helgina. Hún kom akandi ásamt foreldrum sínum á glænýjum Chrysler sendiferðabíl sem hún gaf heimilinu. Börnin þökkuðu henni með fagnaðarlátum og handgerðum gjöfum. Simpson var afar hrærð við móttökurnar en hún heimsótti heimilið fyrst árið 1999.

Söngkonan hefur greinilega tekið ástfóstri við börnin því hún skipti á sportbíl sem hún vann á MTV-verðlaunahátíðinni í fyrra til að geta gefið þeim sendiferðabílinn. Simpson hefur einnig sett kjólinn sem hún klæddist í auglýsingu fyrir Pizza Hut á netuppboð en andvirðið mun renna til munaðarleysingjahælisins. BangShowbiz fréttaveitan segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup