París gagnrýnd fyrir að fá sér dvergkött

París Hilton í síðasta mánuði.
París Hilton í síðasta mánuði. Reuters

París Hilton sást nýlega stíga út úr bíl sínum með gráan dvergkött í fanginu, en hefur sætt gagnrýni fyrir að kaupa hann þar sem kettir af þessu sér-ræktaða kyni eru ekki heilsuhraustir.

París, sem varð 26 ára í síðasta mánuði, á fjölda gæludýra, og er sögð hæstánægð með nýja smáköttinn.

Kettir af þessu kyni geta ekki hagað sér eins og venjulegir kettir, og geta til dæmis ekki stokkið eðlilega þar sem afturfæturnir á þeim eru svo stuttir. Þá eiga þeir til að fótbrotna þegar þeir koma niður vegna þess að fótleggir þeirra eru ekki nógu langir til að taka af þeim höggið.

Janet Charlton, slúðurdálkahöfundur í Hollywood, gagnrýnir París fyrir kattarkaupin á þeim forsendum að það sé siðlaust að rækta sérstök smá- eða dvergafbrigði af dýrum, því þau verði yfirleitt ekki hraust. „Þau eru krúttleg en veikluleg og geta ekki lifað eins og venjulegir kettir.“ En svo lengi sem ríkt fólk á borð við Parísi vilji kaupa svona dýr séu ræktendur sem einskis svífist tilbúnir að rækta þau.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir