Pitt og Jolie í hjónasæng um páskana

Brad Pitt og Angelina Jolie við frumsýningu heimildarmyndarinnar God Grew …
Brad Pitt og Angelina Jolie við frumsýningu heimildarmyndarinnar God Grew Tired of Us. Reuters

Svo virðist sem Brad Pitt og Angelina Jolie hafi loks ákveðið að ganga í hnapphelduna, ef marka má ummæli heimildarmanns breska tímaritsins OK. Samkvæmt honum eru skötuhjúin í óðaönn að skipuleggja brúðkaup um páskana í Dóminíkanska lýðveldinu.

Parið mun hafa fjárfest í húsi og landareign þar og hefur hug á að halda fámenna fjölskylduathöfn fjarri ágangi fjölmiðla. Ef af verður, þykir líklegt að nýjasti meðlimur fjölskyldunnar, Pax Thien, verði hringaberi ásamt Maddox, eldri syni þeirra hjúa.

Pitt og Jolie hafa hingað til verið treg til að ganga upp að altarinu enda eiga þau bæði endaslepp hjónabönd að baki, Angelina með Johnny Lee Miller og Billy Bob Thornton og Brad með Jennifer Aniston.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson