Snoop Dogg fékk ekki að koma til Bretlands

Snoop Dogg á tónleikum.
Snoop Dogg á tónleikum. Reuters

Bandarísku rappararnir Snoop Dogg og P Diddy, sem hafa að undanförnu verið á tónleikaferð um Evrópu, hafa aflýst fyrirhuguðum tónleikum á Bretlandseyjum vegna þess að Snoop Dogg fékk ekki vegabréfsáritun inn í landið.

Snoop Dogg, sem heitir réttu nafni Calvin Broadus, gagnrýndi bresk stjórnvöld harðlega í viðtali við MTV sjónvarpsstöðina í Amsterdam og sagði að Bretar hafi vitað fyrir 6-7 vikum að hann væri á leið til landsins og hefðu getað birt honum ákvörðunina þá.

„Ég get ekki breytt fortíðinni nú; ég var í glæpaflokki og seldi fíkniefni, en ég hef snúið við blaðinu," sagði hann.

Breska utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um málið við BBC.

Fyrstu Bretlandstónleikar þeirra félaganna áttu að vera í Lundúnum í kvöld en einnig voru fyrirhugaðir tónleikar í Cardiff, Manchester, Glasgow og Nottingham.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren