SPRON bakhjarl íslenska lagsins í Helsinki

Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki í vor
Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki í vor mbl.is/Eggert

Sveinn Rúnar Sigurðsson höfundur íslenska lagsins, Ég les í lófa þínum eða Valentine Lost eins og það útleggst á ensku, sem keppir fyrir hönd Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur skrifað undir samstarfssamning við SPRON.

Með samningnum verður SPRON bakhjarl evróvisionhópsins. Markmið samningsins er að auðvelda allan undirbúning og þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með það að markmiði að lagið komist í úrslitakeppnina í Helsinki 12.maí.

Í fréttatilkynningu kemur fram að styrktarfyrirkomulagið er grunnstyrkur og auk þess áheit um aukna styrki eftir velgengni í keppninni. Þannig er grunnstyrkurinn 1.500.000 kr., fyrirheit um 500.000 kr. til viðbótar ef lagið kemst áfram upp úr undankeppninni 10.maí og svo aftur fyrirheit um 500.000 kr. ef lagið toppar árangur Icy hópsins frá 1986 og verður ofar en í 16. sæti í úrslitakeppninni 12. maí. Ef íslenska lagið fer alla leið mun heildarframlag SPRON til evróvision hópsins því nema 2,5 milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir