MasterCard forsala á tónleika Josh Groban, ásamt sinfóníuhljómsveit og Gospelkór Reykjavíkur, í Laugardalshöll 16. maí, hófst í morgun klukkan 10:00 og kláruðust allir miðarnir sem voru í boði samstundis eða á innan við mínútu, 700 miðar, samkvæmt fréttatilkynningu.
Um það bil 1.800 miðar eru nú eftir og verða í boði í fyrramálið þegar almenn sala hefst klukkan 10:00.