Marghleypa Ians Flemings seld á uppboði

Sjálfur notaði Bond Walther PPK.
Sjálfur notaði Bond Walther PPK. AP

Marghleypa sem var í eigu Ians Flemings, höfundar bókanna um James Bond, var seld á uppboði í London í dag. Hæsta boð var 12.000 pund, eða sem svarar rúmri einni og hálfri milljón króna.

Byssan er af gerðinni Colt Python .357 Magnum, en Colt byssusmiðjurnar færðu Fleming hana að gjöf árið 1964, hugsanlega í þakkarskyni fyrir að hann lét illmennið Scaramanga, í Manninum með gylltu byssuna, nota Colt.

Kaupandinn vildi ekki láta nafns síns getið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir