Sir Cliff Richard lagði leið sína til Stokkseyrar í gær og staldraði við á veitingastaðnum Við Fjöruborðið til að fá sér humarsúpu og fleira góðgæti. Að sögn Róberts Ólafssonar veitingamanns á Fjöruborðinu voru Cliff og fylgdarsveinar hans með eindæmum yndislegir og yfirvegaðir í heimsókninni og héldu þeir síðan heim á leið til Reykjavíkur bæði saddir og sælir.
Reynir Már Sigurvinsson sagði frá þessu á vefsíðunni stokkseyri.is.