Myntslátta vegna sextugs afmælis Karls Bretaprins

Camilla, hertogaynja af Cornwall, og Karl Bretaprins
Camilla, hertogaynja af Cornwall, og Karl Bretaprins Reuters

Sérstök myntslátta verður á næsta ári í tilefni af sextugsafmæli Karls Bretaprins, að sögn Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Nýja myndin verður ein þriggja nýrra mynta sem verða slegnar á næsta ári.

Að sögn aðstoðarmanns Browns hefur Elísabet II Englandsdrottning samþykkt að sérstök mynt verði slegin í tilefni af afmæli Karls. Verður myntin fimm pund að virði og önnur mynt, sem einnig verður gefin út á næsta ári í tilefni af því að 450 ár eru liðin frá embættistöku Elísabetar I Englandsdrottningar, hefur sama verðgildi.

Þriðja myntin verður metin á tvö pund en hún er gefin út í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að Ólympíuleikarnir voru haldnir í Lundúnum árið 1908. Ólympíuleikarnir voru einnig haldnir í Lundúnum árið 1948 en þeir verða næst haldir í Lundúnum árið 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir