Myntslátta vegna sextugs afmælis Karls Bretaprins

Camilla, hertogaynja af Cornwall, og Karl Bretaprins
Camilla, hertogaynja af Cornwall, og Karl Bretaprins Reuters

Sérstök myntslátta verður á næsta ári í tilefni af sextugsafmæli Karls Bretaprins, að sögn Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Nýja myndin verður ein þriggja nýrra mynta sem verða slegnar á næsta ári.

Að sögn aðstoðarmanns Browns hefur Elísabet II Englandsdrottning samþykkt að sérstök mynt verði slegin í tilefni af afmæli Karls. Verður myntin fimm pund að virði og önnur mynt, sem einnig verður gefin út á næsta ári í tilefni af því að 450 ár eru liðin frá embættistöku Elísabetar I Englandsdrottningar, hefur sama verðgildi.

Þriðja myntin verður metin á tvö pund en hún er gefin út í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að Ólympíuleikarnir voru haldnir í Lundúnum árið 1908. Ólympíuleikarnir voru einnig haldnir í Lundúnum árið 1948 en þeir verða næst haldir í Lundúnum árið 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir