Verður París Hilton sett í steininn?

París Hilton sýnir föt í LA í síðustu viku.
París Hilton sýnir föt í LA í síðustu viku. AP

París Hilton kann að fara beina leið í steininn eftir að hún varð uppvís að skilorðsrofi með því að aka bifreið þrátt fyrir að hafa verið svipt ökuréttindum tímabundið. Saksóknari í Los Angeles greindi frá því í gær að París gæti átt yfir höfði sér allt að 90 daga fangelsisvist.

Lögreglan stöðvaði Parísi á Sunset Boulevard í febrúarlok þar sem hún ók án þess að hafa ljósin kveikt. Í ljós kom að hún var þar að auki svipt ökuréttindum, en hún hélt því fram að hún hefði ekki vitað hvort sviptingin væri enn í gildi.

En talsmaður saksóknara tjáði tímaritinu People að embættið hefði nægar sannanir fyrir því að París hefði vitað að sviptingin var í gildi, en samt sest undir stýri.

París var svipt ökuréttindum eftir að hún var stöðvuð fyrir ölvun við akstur í janúar, og hlaut þá 36 mánaða skilorðsbundinn dóm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir