Bandaríska rokksveitin REM hyggst leika nýtt efni af væntanlegri plötu þeirra á nokkrum tónleikum í Dublin á Írlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem hljómsveitin leikur ný lög á tónleikum áður en lögin verða gefin út á plötu. Tónleikarnir munu fara fram í júlí í Olympia Theatre.
Búist er við því að upptökur á plötunni hefjist á næstu mánuðum en Mike Mills, bassaleikari sveitarinnar, hefur gefið í skyn að það verði léttari stemning yfir nýju plötunni miðað við þá síðustu sem sveitin sendi frá sér, þ.e. Around the Sun frá árinu 2004.
Búist er við því að platan, sem hefur ekki enn verið gefið nafn, verði gefin út síðar á þessu ári.