Brynja Dröfn Þórarinsdóttir, tvítug Fáskrúðsfjarðarmær, var í gærkvöldi kjörin Fegurðardrottning Austurlands að viðstöddu fjölmenni í Hótel Egilsbúð á Neskaupstað. Brynja Dröfn verður fulltrúi Austurlands í keppninni um fegustu stúlku Íslands.
Annar fulltrúi Austurlands í þeirri keppni verður Helga Jóna Guðmundsdóttir, nítján ára frá Fáskrúðsfirði, en hún var valin ljósmyndafyrirsæta Austurlands.
Alls tóku átta stúlkur þátt í keppninni. Úr hópnum völdu stúlkurnar sjálfar Elísabetu Maren Guðjónsdóttur vinsælustu stúlkuna. Hallveig Karlsdóttir var Tigi stúlka Gallerí Hárs og Alexandra Tómasdóttir var bæði kjörin sportstúlkan og netstúlkan.