Slímug stemning á Nickelodeon-hátíðinni

Justin Timberlake og Vince Vaughn fengu væna slímgusu yfir sig.
Justin Timberlake og Vince Vaughn fengu væna slímgusu yfir sig. Reuters

Fræga fólkið lét sig ekki vanta á Nickelodeon Kids Choice Awards en það tók virkan þátt í slímkasti og ropi þegar hátíðin var haldin í 20 sinn í gær. Popparinn Justin Timberlake var kynnir á hátíðinni sem fram fór í Los Angeles.

Kvöldið hófst á því að Timberlake fékk væna skammt af slímklessu á sig allan. Ekki leið á löngu þar til Hollywoodstjörnurnar Adam Sandler, Ben Stiller og Vince Vaughn voru orðnir slímugir frá toppi til táar.

Stiller fékk svokölluð „Wannabe“ verðlaun, sem þýðir að hann sé sú stjarna sem flest börn vilja vera. Sandler þótti skara fram úr sem besti karlleikarinn og hin 13 ára gamla Dakota Fanning þótti besta leikkonan.

Timberlake þótti besti söngvarinn en hann tapaði hinsvegar fyrir áhorfendum í ropkeppni.

Nickelodeon er bandarísk kapalstöð sem sýnir sjónvarpsefni sem er ætlað börnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir