Apple fjallar um Mezzoforte

Mezzoforte
Mezzoforte

Fjallað er um hljóm­sveit­ina Mezzof­orte á vefsíðu Apple í Þýskalandi, í viðtali við blaðamann­inn Michaela Frye seg­ir hljóm­borðsleik­ar­inn Eyþór Gunn­ars­son m.a. að sveit­in hafi í hyggju að fagna því að þrjá­tíu ár séu frá því að hún fór að koma fram op­in­ber­lega m.a. með nýj­um geisladiski og hljóm­leika­út­gáfu á DVD-diski.

Í viðtal­inu seg­ir Eyþór einnig að á löng­um ferli sveit­ar­inn­ar hafi meðlim­ir aldrei séð ástæðu til að skrifa niður lög sín, meðlim­irn­ir komi ein­fald­lega með hug­mynd­ir og hver sé svo ábyrg­ur fyr­ir sínu hlut­verki í út­setn­ing­um. Sveit­in leiki sér með hug­mynd­ir og spili sig sam­an þar til rétta til­finn­ing­in sé kom­in.

Þá er nokkuð fjallað um tækja­búnað og upp­töku­tækni sem hljóm­sveit­in not­ar, en Eyþór not­ast við Logic Pro hljóðvinnslu­búnaðinn, sem Apple keypti árið 2002. Þá upp­lýs­ir hann að hann not­ist tals­vert við iPod-spil­ara á tón­leik­um til að hleypa af hljóðbút­um. Eyþór seg­ir iPod henta afar vel á tón­leik­um þar sem hann sé hand­hæg­ur og áreiðan­leg­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir