Apple fjallar um Mezzoforte

Mezzoforte
Mezzoforte

Fjallað er um hljómsveitina Mezzoforte á vefsíðu Apple í Þýskalandi, í viðtali við blaðamanninn Michaela Frye segir hljómborðsleikarinn Eyþór Gunnarsson m.a. að sveitin hafi í hyggju að fagna því að þrjátíu ár séu frá því að hún fór að koma fram opinberlega m.a. með nýjum geisladiski og hljómleikaútgáfu á DVD-diski.

Í viðtalinu segir Eyþór einnig að á löngum ferli sveitarinnar hafi meðlimir aldrei séð ástæðu til að skrifa niður lög sín, meðlimirnir komi einfaldlega með hugmyndir og hver sé svo ábyrgur fyrir sínu hlutverki í útsetningum. Sveitin leiki sér með hugmyndir og spili sig saman þar til rétta tilfinningin sé komin.

Þá er nokkuð fjallað um tækjabúnað og upptökutækni sem hljómsveitin notar, en Eyþór notast við Logic Pro hljóðvinnslubúnaðinn, sem Apple keypti árið 2002. Þá upplýsir hann að hann notist talsvert við iPod-spilara á tónleikum til að hleypa af hljóðbútum. Eyþór segir iPod henta afar vel á tónleikum þar sem hann sé handhægur og áreiðanlegur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan