Bítlarnir senn til sölu á netinu

Bítlarnir.
Bítlarnir.

Til stendur að tónlist Bítlanna verði senn seld á netinu, en enn hefur ekki verið ákveðið nákvæmlega hvenær af því verður. Eric Nicoli, forstjóri útgáfufyrirtækisins EMI Group, tilkynnti um þetta í samtali við fjölmiðla í dag að loknum fundi þar sem samstarf EMI og Apple var kynnt. Vefsíða NME segir frá þessu.

Á blaðamannafundi í dag kynntu hugbúnaðar- og tækjaframleiðandinn Apple og útgáfurisinn EMI sölu á tónlist án afritunarvarna á netinu. Athygli vakti að ekki var minnst á Bítlana á fundinum, en áttu margir von á að tilkynnt yrði um að tónlist fjórmenninganna frá Liverpool yrði seld í netverslun Apple, iTunes.

Eftir fundinn staðfesti Eric Nicoli þó að verið væri að vinna að því að ganga frá samningum og að tónlist Bítlanna verði senn seld á stafrænu sniði. Apple samdi fyrir skömmu við Apple Corp. útgáfufyrirtæki Bítlanna vegna nafns fyrirtækisins, en samningur sem fyrirtækin gerðu á níunda áratugnum kvað á um að tölvuframleiðandinn Apple hefði einungis rétt á að nota merkið til að selja tölvur og hugbúnað, en ekki tónlist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir