Blúshátíð í Reykjavík hefst á morgun og lýkur föstudaginn langa. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og að sögn Halldórs Bragasonar stofnanda hennar og skipuleggjanda stækkar hún með hverju árinu.
„Nú bætist við hátíðina, við færðum tónleikana á Nordica hóteli fram til kl. 20 og verðum með klúbb Blúshátíðar á Domo í Þingholtsstræti þegar dagskránni á Nordica lýkur öll þrjú kvöldin. Þar spila m.a ungliðasveitir, það verður blúsdjamm og óvæntar uppákomur,“ segir Halldór um snið hátíðarinnar í ár.
„Það eru oft reknir svona klúbbar á slíkum hátíðum og okkur fannst tilvalið að hafa einn. Í framtíðinni viljum við síðan sjá alla klúbba og staði í Reykjavík bjóða upp á blús þegar Blúshátíð stendur yfir. Þetta á Domo er fyrsti vísirinn að því og við gætum verið komnir miklu víðar á næsta ári, stefnum að því að yfirtaka allan bæinn með blús," segir Halldór sem sér fram á að Blúshátíð haldi áfram að þenjast út með hverju árinu.“ Meira af þessu í Morgunblaðinu í dag.