Bondleikarinn Daniel Craig þykir þykir bera af öðrum frægum körlum í klæðnaði að því er GQ tímaritið segir, en tímaritið hefur birt lista yfir best og verst klæddu stjörnurnar. Sjónvarpskynnirinn Russell Brand þykir aftur á móti vera sá verst klæddi.
David Cameron, leiðtogi breska íhaldsflokksins, varð í öðru sæti yfir best klæddu mennina og leikarinn Clive Owen er í þriðja sæti.
Harry Bretaprins er sá fyrsti úr konungsfjölskyldunni sem kemst á listann, en hann endaði í 10 sæti.
GQ segir að Craig hafi verið flottur í jakkafötunum í kvikmyndinni Casino Royale sökum þess að fötin hafi virkað líkt og „uppfærsla“ á þeim fatnaði sem hann myndi venjulega ganga í.
„Enginn Bond síðan Sean Connery hefur litið betur út í þeim,“ segir GQ.
Listinn yfir 10 best klæddu einstaklingana er eftirfarandi: