Daniel Craig þykir bera af í klæðnaði

Daniel Craig þykir svalur, enda leikur hann engan annan en …
Daniel Craig þykir svalur, enda leikur hann engan annan en James Bond. Reuters

Bondleikarinn Daniel Craig þykir þykir bera af öðrum frægum körlum í klæðnaði að því er GQ tímaritið segir, en tímaritið hefur birt lista yfir best og verst klæddu stjörnurnar. Sjónvarpskynnirinn Russell Brand þykir aftur á móti vera sá verst klæddi.

David Cameron, leiðtogi breska íhaldsflokksins, varð í öðru sæti yfir best klæddu mennina og leikarinn Clive Owen er í þriðja sæti.

Harry Bretaprins er sá fyrsti úr konungsfjölskyldunni sem kemst á listann, en hann endaði í 10 sæti.

GQ segir að Craig hafi verið flottur í jakkafötunum í kvikmyndinni Casino Royale sökum þess að fötin hafi virkað líkt og „uppfærsla“ á þeim fatnaði sem hann myndi venjulega ganga í.

„Enginn Bond síðan Sean Connery hefur litið betur út í þeim,“ segir GQ.

Listinn yfir 10 best klæddu einstaklingana er eftirfarandi:

  1. Daniel Craig
  2. David Cameron
  3. Clive Owen
  4. David Walliams
  5. Jude Law
  6. David Beckham
  7. Pete Doherty
  8. Russell Brand
  9. Tom Ford
  10. Harry Bretaprins
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir