Dísella Lárusdóttir óperusöngkona komst í 11 manna úrslit í Metropolitan-keppninni sem haldin var í gær í Academy of Vocal Arts í Philadelphia í Bandaríkjunum, og hlaut 5.000 dollara í verðlaun. Þar keppast menn um að fá að syngja á sviði Metropolitan-óperunnar í New York. Öllum milli tvítugs og þrítugs er heimil þátttaka svo fremi þeir hafi bandarískan ríkisborgararétt.
Keppnin er á vegum Metropolitan-óperunnar í New York og er keppt í 45 umdæmum í Bandríkjunum og úrslitin fara svo fram á sviði óperunnar. Hún heitir á ensku The Metropolitan Opera National Council Auditions.
Umfjöllun New York Times um keppnina