Úkraínskir þjóðernissinnar eru bálreiðir yfir því að umdeild dragdrottning hafi verið valin fulltrúi þjóðarinnar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, og þá hafa þeir haldið fjölmenn mótmæli vegna þessa.
Mótmælin eru hluti af herferð sem miðar að því að Úkraína dragi sig út úr keppninni, segir á vef BBC.
Verka Serdyuchka, sem gerir grín að miðaldra konum, er elskuð og dáð víða í landinu og er orðin einskonar „költ“ persóna í úkraínsku samfélagi.
Hún var kosin sem fulltrúi Úkraínu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í almennri kosningu. Sumir eru hinsvegar á því að hún sé ekkert annað en ruddi og dóni.
Margir andstæðingar hennar eru því yfir sig hneykslaðir yfir því að hún skuli koma fram fyrir hönd landsins.