Stern fellur frá andstöðu sinni við erfðaefnispróf

Anna Nicole og Howard K. Stern með Dannielynn í nóvember.
Anna Nicole og Howard K. Stern með Dannielynn í nóvember. Reuters

Howard K. Stern, lögfræðingur og sambýlismaður bandarísku fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith hefur fallið frá andstöðu sinni við það að erfðaefnispróf verði látið skera úr um faðerni Dannielynn, sex mánaða dóttur Smith. Er Stern sagður hafa ákveðið að láta málið niður falla er honum var gert ljóst að þrískipaður dómur á Bahamaeyjum myndi ekki fallast á sjónarmið hans í málinu, nema að undangenginni nærgöngulli yfirheyrslu.

Þá hefur Stern fallist á að greiða þann málskostnað sem tilraunir hans til að stöðva málið hafa valdið Larry Birkhead, fyrrum kærasta Smith, og dómskerfinu á Bahamaeyjum.

Dómararnir höfðu allir lýst því yfir að Stern hefði andmælt fyrirhugaðri erfðaefnisrannsókn of seint og að hann hefði átt að gera það áður en dómari féllst á kröfu Larry Birkhead um að slík rannsókn færi fram. Þá hefur dómarinn Emmanuel E. Osadebay greint frá því að Stern hafi upphaflega fallist á slíka rannsókn og jafnvel mælt með sérfræðingi til að framkvæma hana. “Vandi hans tengist því að sérfræðingurinn sem hann vildi var ekki sá sem var valinn af réttinum,” segir Osadebay.

Erfðaefnisrannsókn hefur þegar fari fram á Dannielynn en niðurstöður hennar hafa ekki verið gerðar opinberar.

Barnið er eini erfingi móður sinnar sem lést í upphafi febrúar og mun milljóna dollara arfur eftir olíuauðkýfinginn J. Howard Marshall II, eiginmann Smith, falla í hennar hlut falli dómur í erfðamáli Smith gegn fjölskyldu Marshalls henni í hag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir