Stradivarius-fiðla seld á 180 milljónir

Breski fiðlulikarinn Ruth Palmer leikur á fiðluna góðu, sem seld …
Breski fiðlulikarinn Ruth Palmer leikur á fiðluna góðu, sem seld var í kvöld. Reuters

Ónafngreindur kaupandi keypti í kvöld Stradivarius-fiðlu á uppboði í New York fyrir 2,7 milljónir dala, jafnvirði nærri 180 milljóna króna. Þetta mun vera næsthæsta upphæð, sem greidd hefur verið fyrir hljóðfæri á uppboði.

Fiðlan, sem smíðuð var árið 1729, gengur undir nafninu Salómon, fyrrum Lambert. Hún var boðin upp á vegum uppboðshússins Christie's í New York. Kaupandinn vildi ekki láta nafns síns getið en umboðsmaður hans sagði, að fiðlan yrði lánuð tónlistarmönnum, sem væru hennar verðir.

Viðmiðunarverð fyrir fiðluna var 1-1,5 milljónir dala. Dýrasta fiðla sögunnar seldist á uppboði hjá Christie's í fyrra. Það var einnig Stradivarius-fiðla, sem nefnd er Hamarinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir