DiCaprio og Knútur saman á mynd

Ísbjörninn Knútur, sem nýlega öðlaðist heimsfrægð.
Ísbjörninn Knútur, sem nýlega öðlaðist heimsfrægð. Reuters

Frekari fréttir hafa nú borist af ljósmyndafyrirsætustörfum bandaríska leikarans Leonardo DiCaprio við Jökulsárlón en leikarinn var þar ásamt bandaríska ljósmyndaranum Annie Leibovitz á vegum tímaritsins Vanity Fair. Nú er fullyrt að ísbjarnarhúnninn Knútur verði með DiCaprio á einhverjum myndanna en Leibovitz gerði sér einmitt ferð til Berlínar, þar sem Knútur býr til að festa hann á filmu.

Umrætt eintak Vanity Fair verður helgað umhverfismálum og því þótti tilvalið að taka myndir af DiCaprio með íslenska jökla í baksýn. Svo virðist sem Knúti verði bætt inn í umhverfið með stafrænum hætti.

Meðal annarra stjarna, sem prýða blaðið, eru Robert Redford og Julia Louis-Dreyfus, en þau hafa eins og DiCaprio látið umhverfismál til sín taka.

Heimasíða Vanity Fair

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup