„Scotty" loks skotið út í geim

James Doohan í fullum skrúða
James Doohan í fullum skrúða AP

Leikarinn James Doohan, sem þekktastur var fyrir að leika vélstjórann Scotty í sjónvarpsþáttunum Star Trek, fær loks að ferðast út í geim síðar í þessum mánuði, en ösku hans verður skotið á loft með eldflaug þann 28. apríl nk.

Doohan lést fyrir hálfu öðru ári síðan, 85 ára að aldri, en hann óskaði þess að ösku hans yrði dreift út í geiminn að honum látnum. Af því hefur nú loks orðið, en ösku Doohan og 200 annarra látinna verður skotið á loft á vegum bandaríska fyrirtækisins Celestis, sem sérhæfir sig slíkri þjónustu.

Dohann verður þar í góðum félagsskap, því með í förinni er aska geimfarans Gordon Cooper, en jarðneskum leifum Gene Roddenberry, sem var höfundur Star Trek, var skotið út í geim fyrir tíu árum síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir