Verður hulunni svipt af barnsföður Önnu Nicole Smith?

Anna Nicole og Howard K. Stern með Dannielynn í nóvember …
Anna Nicole og Howard K. Stern með Dannielynn í nóvember s.l. Reuters

Það mun að öllum líkindum koma í ljós í dag hver er faðir Dannielynn Hope Marshall Stern, dóttur Önnu Nicole Smith heitinnar, við vitnaleiðslur sem haldnar verða fyrir luktum dyrum í Los Angeles í Bandaríkjunum. Howard K. Stern er skráður sem faðir stúlkunnar á fæðingarvottorði, en ljósmyndarinn Larry Birkhead heldur því fram að hann sé faðir hennar.

Smith átti í ástarsambandi við Birkhead. DNA-sýni mun leiða sannleikann í ljós og þá jafnvel í dag, að því er fram kemur á síðunni TMZ.com. Niðurstaða faðernisprófsins er löngu ljós en hefur verið haldið frá fjölmiðlum til þessa. Birkhead fór fram á faðernisprófið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup