Keith Richards segist hafa verið að grínast

Keith Richards ásamt Mick Jagger félaga sínum í Rolling Stones.
Keith Richards ásamt Mick Jagger félaga sínum í Rolling Stones. Reuters

Talsmaður Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones, segir að Richards hafi verið að gera að gamni sínu þegar hann sagði í tímaritsviðtali að hann hefði tekið ösku föður síns, blandaða með kókaíni, í nös. Ummælin hafa vakið mikla athygli víða um heim.

„Þetta voru hugsunarlaus ummæli, brandari, og þau eru ósönn. Flokkið þau með aprílgöbbum," sagði Bernard Doherty, talsmaður LD Communications, sem sér um almannatengsl fyrir hljómsveitina.

Doherty vildi ekki útskýra nánar hvers vegna Richards hefði gefið umrædda yfirlýsingu í viðtali við tónlistartímaritið NME.

„Það undarlegasta sem ég hef tekið í nefið? Faðir minn, ég tók föður minn í nefið”, hefur tónlistartímaritið eftir gítarleikaranum. „Hann var brenndur og ég stóðst ekki mátið að blanda honum saman við kókaín. Honum hefði verið sama, þetta var býsna gott og ég er enn á lífi,” sagði Richards í viðtalinu.

Bert Richards, faðir Keith, lést árið 2002, 84 ára að aldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Loka