Eiki trónir sem fyrr á toppnum

Eiríkur Hauksson.
Eiríkur Hauksson. mbl.is/Eggert

Það er lítið um sviptingar á Lagalistanum þessa 13. viku ársins – nánast hægt að ljósrita listann frá vikunni áður. Sömu fimm lögin skipa sér í sömu fimm efstu sætin og aðeins einn nýliði laumar sér inn. Það er lagið í 15. sæti, „Þú veist í hjarta þér" með reggítöffurunum í Hjálmum sem héldu einmitt endurkomutónleika í síðasta mánuði sunnan og norðan heiða.

Eiríkur rauði virðist vera búinn að koma sér makindalega fyrir í toppsætinu með Evróvisjónframlag Íslendinga í ár í farteskinu, „Ég les í lófa þínum". Er þetta fimmta vikan í röð sem lagið trónir á toppnum og verður spennandi að sjá hvort það sitji þar jafnvel sem fastast fram yfir Evróvisjón.

Það kemur heldur ekki á óvart að Mika heldur öðru sætinu. Landinn virðist ekki fá leið á lagi hans „Grace Kelly" enda frábært lag á ferðinni sem kemur öllum í gott skap. Söngvakeppnislögin „Ég og heilinn minn" og "Eldur" halda svo sínum hlut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir