Evrópskar lesbíur keppa í blaki

„Þetta er alvörumót en þó er lykilatriði að hafa gaman af," segir Fríða Agnarsdóttir leikmaður blakliðsins KMK (Konur með konum) um árlegt Evrópublakmót lesbía sem fram fer í íþróttahöll Fylkis í Árbæ um helgina. KMK er eitt af tólf liðum sem skráð eru til leiks en um hundrað konur frá Þýskalandi, Hollandi, Bretlandi og Íslandi skipa liðin.

Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið á Íslandi en það hefur alls farið fram 19 sinnum. KMK tók fyrst þátt í mótinu fyrir þremur árum og segir Fríða árangurinn hafa verið með ágætum.

„Við erum alveg ágætar bara, ekkert meistaralið kannski en við viljum meina að við séum bara nokkuð góðar," segir hún og upplýsir að síðastliðin þrjú ár hafi liðið stundað æfingar tvisvar í viku, þar af annað hvert skipti undir handleiðslu þjálfara. En hverjar eru væntingarnar í ár?

„Væntingarnar eru aðallega þær að mótið takist vel og við stöndum okkur með prýði; að allir séu ánægðir og sáttir. Svo á næsta ári förum við örugglega með öðru hugarfari, með því hugarfari að vinna."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup