Jean Nouvel mun hanna tónleikahöll fílharmóníusveitar í París

Sumarmynd frá París, en þar mun tónleikahöll Nouvel rísa.
Sumarmynd frá París, en þar mun tónleikahöll Nouvel rísa. AP

Jean Nouvel, einn vinsælasti arkitekt Frakka, hefur verið ráðinn til að hanna nýja tónleikahöll fílharmóníusveitar Parísar. Nouvel hefur meðal annars hannað Quai Branly safnið, þar sem listmunir ættbálka eru til sýnis. Fimm alþjóðlegar arkitektastofur komu með tillögur en tillaga Nouvel þótti vænst.

Nouvel hefur séð um lagfæringar og endurnýjun á óperuhúsinu í Lyon og hann hannaði menningar- og ráðstefnuhöll í Lucerne í Sviss. Tónleikahöllin í París á að rísa fyrir árið 2012, í hverfinu La Villette. Franska ríkið og Parísarborg koma að kostnaði við verkið.

Upplýsingar um Nouvel og myndir af verkum hans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup