Knútur tvöfaldar aðsóknina að dýragarðinum í Berlín

Knútur leikur sér í garðinum.
Knútur leikur sér í garðinum. Reuters

Tvöfalt fleiri gestir en venjulega hafa lagt leið sína í dýragarðinn í Berlín núna um páskahelgina, og allir vilja fá að sjá munaðarlausa ísbjarnarhúninn Knút. Hann tekur að vísu aðeins á móti gestum í tvo tíma á dag.

Frá þessu greinir fréttavefur Aftenposten og hefur eftir Danmarks Radio.

Dýragarðurinn hefur fengið einkaleyfi á vörumerkinu Knut, eins og bangsinn heitir á þýsku, og ennfremur hefur verð hlutabréfa í garðinum snarhækkað vegna Knúts. Í fyrra var hægt að kaupa hlut í garðinum fyrir 2.000 evrur, en nú kostar hann 5.000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar