Longoriu langar í kynæsandi hlutverk

Eva Longoria.
Eva Longoria. Reuters

Eva Longoria, sem fer með hlutverk Gabrielle Solis í Aðþrengdum eiginkonum, segist sárlega sakna tilboða um að leika kynæsandi hlutverk í kvikmyndum. „Ég ætla að sækjast eftir kynæsandi hlutverkum eins lengi og ég get því að á konum er síðasti söludagur í þessum bransa,“ segir Eva.

„Líklega eru um 80% af handritunum sem ég fæ send dramatísk. Mér hafa boðist mjög fá sem eru æsandi og ég er að verða frekar fúl,“ er ennfremur haft eftir henni.

Eva lék síðast í kvikmyndinni The Sentinel, sem frumsýnd var í fyrra, á móti Michael Douglas og Kiefer Sutherland. Eva lék vopnaðan leyniþjónustuagent í myndinni, og Douglas upplýsti þá að við tökurnar hafi komið í ljós að Eva sé afbragðs skytta, líklega betri en flestir alvöru lögreglumenn í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar