Vinir Aniston sendu hana á blint stefnumót

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. Reuters

Vinir Jennifer Aniston hafa nokkrar áhyggjur af því að hún skuli ekki vera á föstu og sendu hana á blint stefnumót með kvikmyndafjárfestinum Ryan Kavanaugh fyrir skemmstu. Heimildamaður tímaritsins Us Weekly sagði að þetta hafi verið tilraun til að fá hana til að fara út með einhverjum.

Þau snæddu saman kvöldverð á veitingastaðnum Il Sole í Los Angeles, og sagði heimildamaður að þetta hafi verið „viðskiptamálsverður“. Kavanaugh sé „vellauðugur“ og gæti hjálpað Aniston við að fjármagna einhver verkefni.

Aniston er 38 ára. Kavanaugh þessi er 32. Hann framleiddi síðustu mynd Jennifer Garners, Catch and Release. Aniston hefur áhuga á að halda áfram að leika í kvikmyndum og leita fjármagns fyrir verkefni fyrirtækisins sem hún á með Brad Pitt, Plan B Productions.

Tveim dögum eftir kvöldverðinn með Kavanaugh fór Aniston í afmælisveislu fyrrverandi kærasta síns, Vince Vaughn. Annars herma fregnir að Aniston þrífist illa í LA og langi helst til að snúa baki við Hollywood og flytjast á heimaslóðir í New York.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir