Ástarfundur í flugvél hafði slæm eftirköst

Ralph Fiennes.
Ralph Fiennes. Reuters

Ástralska flugfreyjan Lisa Robertson varð fræg þegar fréttir bárust af því að hún hefði átt ástarfund með breska kvikmyndaleikaranum Ralph Fiennes inni á salerni í flugvél á leiðinni milli Bombay og Sydney í janúar sl. Allt hefur hins vegar gengið Robertson í mót síðan og í blaðaviðtali segist hún hafa reynt að svipta sig lífi.

Robertson var rekin úr starfi þegar upp komst um málið. Í kjölfarið lenti hún í fjárhagserfiðleikum og var borin út úr íbúð sinni. Hún reyndi þá að vinna fyrir sér á götunni en leið svo illa að hún reyndi að fremja sjálfsmorð.

„Mér fannst enginn tilgangur lengur með lífinu. Ég drakk mig fulla og tók pillur og skar á púlsinn og lagðist niður til að deyja. Ég hélt að ég myndi sofna og aldrei vakna aftur," segir Robertson við breska slúðurblaðið Daily Star.

Sjálfsmorðstilraunin mistókst þó og Lisa Robertson segist nú á batavegi og njóta stuðnings vina.

Hún segist ekki bera neinn kala til Fiennes.

„Hann hefur sína djöfla að draga. Ég kom mér sjálf í þessa aðstöðu," segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir