Synti eftir endilöngu Amazonfljóti

Martin Strel ánægður að leiðarlokum.
Martin Strel ánægður að leiðarlokum. AP

Slóveni nokkur hefur barist við mannætufiska, krókódíla og ofþreytu og orðið fyrsti maðurinn til að synda eftir endilöngu Amazonfljóti, sem er 5265 kílómetra langt. Slóveninn lauk sundinu á 66 dögum og þjáðist af svima, ógleði, niðurgangi og sólsting þegar hann kom á leiðarenda í gær, fjórum dögum á undan áætlun.

Martin Strel, sem er 52 ára, gengur undir nafninu Fiskamaðurinn. Hann hefur áður synt Yangtzeá í Kína, Mississippi í Bandaríkjunu og Dóná í Evrópu.

Amazon er næstlengsta á í heimi og sú vatnsmesta. Þar synda piranhafiskar, krókódílar, hákarlar og kyrkislöngur og einnig eru víða í fljótinu miklar hringiður og þar gætir sjávarfalla. Þá þarf að gæta sín á vopnuðum ræningjum sem leynast á bökkunum.

Strel sagði á fimmtudag, þegar hann tók sér smá hvíld, að sjávarföllin væru svo öflug að hann bærist stundum aftur á bak. „Ég held að dýrin hafi sætt sig við mig. Ég er búinn að synda með þeim svo lengi að þau halda að ég sé eitt af þeim."

Þá sagðist hann stundum hafa fundið fyrir svo miklum sársauka að hann komst ekki upp úr vatninu. „Einu sinni þurftu þeir að fara með mig á sjúkrahús í hjartaskoðun en allt reyndist í lagi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar