Björk stígur á svið í Laugardalshöll í kvöld

Björk Guðmundsdóttir var á meðal þeirra sem komu fram á …
Björk Guðmundsdóttir var á meðal þeirra sem komu fram á tónleikum Forma samtakanna þann 1. apríl sl. mbl.is/Eggert

Björk heldur sína fyrstu tónleika hér á Íslandi í sex ár í Laugardalshöll í kvöld. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í heimstónleikaferð Bjarkar til kynningar á nýrri breiðskífu, Volta, sem kemur út um heim allan þann 7. maí.

Þetta verður í fyrsta sinn sem ný lög af þessari plötu munu hljóma, en á prógramminu eru líka eldri lög af fyrri plötum Bjarkar. Breska hljómsveitin Hot Chip mun heimsækja Ísland að nýju og leika á eftir Björk í Höllinni.

Björk fer á svið stundvíslega klukkan 20, en húsið opnar 18:30.

Antony Hegarty, betur þekktur sem Antony & the Johnsons, er kominn til landsins vegna tónleikana og mun syngja 1-2 lög með Björk í kvöld, að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna.

Enn eru til miðar á tónleikana. Miðasala fer fram í Laugardalshöll frá kl. 12 í dag og verða miðar seldir fram að tónleikum - svo lengi sem miðamagn leyfir. Miðasala fer einnig fram á www.midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur í stæði, 6.900 í stúku.

Aldurstakmark á tónleikana er 18 ár, nema í fylgd með fullorðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir