Ljósmyndarar sem voru í bíltúr á páskadag rákust á brimbrettakappa að leika sér í öldunum framan við útsýnispallinn við Þorlákshöfn. Að sögn ljósmyndarans sem tók þesasr myndir virtist brimbrettahetjunum ekki líða illa í sjónum þrátt fyrir kulda og næðing og léku þeir listir sínar fyrir framan linsurnar. Þetta mun vera orðið fremur vinsæl íþrótt í Þorlákshöfn og nágrenni.