Gore Vidal heiðraður af PEN

Gore Vidal.
Gore Vidal. Reuters

Bandaríski rithöfundurinn Gore Vidal hlaut í dag viðurkenningu rithöfundasamtakanna PEN og bókaverslanakeðjunnar Borders Group, sem veitt er nú í fyrsta skipti. Segir í yfirlýsingu að viðurkenningin sé veitt afar virtum höfundi, sem hafi með verkum sínum varpað ljósi á hið mannlega eðli með frumlegum og máttugum hætti.

„Breidd og dýpt hinna frábæru verka Gore Vidals, hugrekki hans, jafnvel á tímum þegar sótt hefur verið að tjáningarfrelsi í landi okkar, og trúfesta hans við lýðræði, réttlæti, skynsemi og rökhugsun gera það að verkum að hann er tilvalinn viðtakandi fyrstu bókmenntaviðurkenningar PEN/Borders," segir George Jones, forstjóri Borders Group, í tilkynningu.

Meðal verka Vidals, sem er 81 árs, er eru skáldsögurnar Burr, Lincoln og Myra Breckenridge.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar