Tobey Maguire setur sjálfan sig í leðurbann

Tobey og Jennifer Meyer.
Tobey og Jennifer Meyer. Reuters

Leikarinn Tobey Maguire hefur verið grænmetisæta í 14 ár og hefur nú ákveðið að ganga skrefi lengra og hætta að klæðast fatnaði sem gerður er úr leðri. Auk þess afpantaði hann leðurinnréttingu í nýja bílinn sinn, og gengur eingöngu í strigaskóm og öðrum álíka skófatnaði.

Auk þess að borða ekki kjöt neytir Tobey ekki heldur eggja, osts og mjólkur. Hann sagði í viðtali við tímaritið Parade: „Mér hefur aldrei fundist þetta erfitt. Mig hefur í rauninni aldrei langað mikið í kjöt. Þegar ég var lítill átti ég meira að segja í mestu erfiðleikum með að borða kjöt. Það mátti ekki vera nein fita eða bein á því.“

Tobey hefur einnig greint frá því að hann sé að hugsa um að flytjast frá Los Angeles vegna fimm mánaða gamallar dóttur sinnar, Ruby, sem hann á með unnustu sinni, Jennifer Meyer. Hann segist þurfa að fara að hugsa fyrir því hvar hann vilji að Ruby alist upp og gangi í skóla. Þótt LA sé að mörgu leyti afslöppuð borg segist Tobey ekki frá því að ráðlegt væri að finna einhvern stað þar sem ekki sé jafn ríkur samkeppnisandi og í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup