Vill að Jim Morrison verði gefnar upp sakir

Jim Morrison.
Jim Morrison. Reuters

Farið hefur verið fram á það við Charlie Crist, ríkisstjóra í Flórída í Bandaríkjunum, að hann veiti Jim heitinn Morrison, sem var söngvari hljómsveitarinnar The Doors, sakaruppgjöf en Morrison var fundinn sekur um fyrir 38 árum um að bera sig á tónleikum í Miamiborg.

Dave Diamond, sjónvarpsþáttaframleiðandi í Ohio, skrifaði Crist í mars og fór fram á að hann gefi Morrison upp sakir. Diamond sagði, að markmiðið væri að Morrison yrði minnst sem listamanns en ekki sem óknyttarokkara með sakaskrá.

Morrison var frá Melbourne í Flórída og gekk í ríkisháskólann þar eins og Crist.

Morrison var ákærður nokkrum dögum eftir tónleika Doors í Coconot Grove árið 1969 og sakaður um að hafa berað sig og viðhaft kynferðislega tilburði á sviðinu. Morrison neitaði sök og var síðan sýknaður af ákæru fyrir ósæmilega framkomu en sakfelldur fyrir guðlast og að bera sig á almannafæri.

Diamond segir, að Morrison hefði ekki verið ákærður ef atvik af þessu tagi hefðu gerst nú. Hann vísar til þess, að George Pataki, fyrrum ríkisstjóri í New York, hafi náðað skemmtikraftinn Lenny Bruce vegna svipaðs brots löngu eftir dauða hans.

Morrison lést af völdum hjartaáfalls í París árið 1971, 27 ára að aldri en þá var áfrýjunarbeiðni hans enn fyrir bandarískum dómstólum. Faðir hans, George S. Morrison, sem er 87 ára og býr í Kalíforníu, segist styðja að syni sínum verði veitt sakaruppgjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar