Bíógestir flykktust á Herra Bean um páskana

Hr. Bean á frönsku Rivíerunni.
Hr. Bean á frönsku Rivíerunni.

Íslenskir kvikmyndahúsagestir fjölmenntu á frásögn af sumarfríi Mr. Bean um páskahelgina, en alls sáu rúmlega 10 þúsund manns myndina Sumarfrí Herra Beans (Mr. Bean´s Holiday) frá því hún var frumsýnd rétt fyrir helgi.

Í myndinni fer sérvitringurinn og klaufabárðurinn Bean til Cannes í Frakklandi. Barnsrán, tungumálaörðugleikar og fjölskrúðugur hópur listamanna á leið til kvikmyndahátíðarinnar eru meðal orða sem nota má til að lýsa ferðalaginu.

Herra Bean varð til snemma á tíunda áratugnum þegar skapari hans Rowan Atkinson var með þætti helgaða heimskupörum hans í breska sjónvarpinu.

Þetta er ekki fyrsta myndin sem gerð er um Bean en árið 1997 kom út í Bandaríkjunum Bean: The Movie, þar sem Bean eyðilagði meðal annars málverkið Móðir Whistlers. Sumarfrí Herra Beans er þó gerð í heimalandi hans Bretlandi.

Teiknaða stórfjölskyldan Robinson þurftu að víkja úr toppsætinu fyrir Bean og í þriðja sæti var mótorhjólaferðalag John Travolta og félaga, Wild Hogs.

Aðrir nýliðar en Herra Bean voru teiknimyndin Happily Never After, sem fór beint í fimmta sætið yfir tekjuhæstu myndir helgarinnar, Sunshine, sem hafnaði í sjötta sætinu og svo Because I Said So sem lenti í því níunda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir