Hús Johnny Cash brann til grunna

Húsið stóð skyndilega í björtu báli.
Húsið stóð skyndilega í björtu báli. AP

Hús í Tennessee í Bandaríkjunum, sem áður var í eigu söngvarans Johnny Cash, brann til kaldra kola í gær en unnið var að endurbótum á húsinu eftir að Barry Gibb, söngvari Bee Gees, keypti það. Um tugur manns var í húsinu við vinnu sína en þeir komust allir heilu og höldnu út.

Cash og June Carter, kona hans, bjuggu í húsinu í 35 ár en þau létust bæði árið 2003. Húsið sést m.a. í myndbandi við lagið Hurt þar sem Cash, sem þá var dauðvona, gerði upp við líf sitt.

Erfingjar Cash-hjónanna seldu Gibb húsið á síðasta ári en hann áformaði að nota það sem sumarleyfisstað og búa þar meðan á fellibyljatímabilinu stendur en Gibb er annars búsettur á Miami.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar