Hús Johnny Cash brann til grunna

Húsið stóð skyndilega í björtu báli.
Húsið stóð skyndilega í björtu báli. AP

Hús í Tennessee í Bandaríkjunum, sem áður var í eigu söngvarans Johnny Cash, brann til kaldra kola í gær en unnið var að endurbótum á húsinu eftir að Barry Gibb, söngvari Bee Gees, keypti það. Um tugur manns var í húsinu við vinnu sína en þeir komust allir heilu og höldnu út.

Cash og June Carter, kona hans, bjuggu í húsinu í 35 ár en þau létust bæði árið 2003. Húsið sést m.a. í myndbandi við lagið Hurt þar sem Cash, sem þá var dauðvona, gerði upp við líf sitt.

Erfingjar Cash-hjónanna seldu Gibb húsið á síðasta ári en hann áformaði að nota það sem sumarleyfisstað og búa þar meðan á fellibyljatímabilinu stendur en Gibb er annars búsettur á Miami.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir