Kínverjar minnast Bruce Lee í nýjum sjónvarpsþáttum

Bruce Lee í kunnuglegri stellingu.
Bruce Lee í kunnuglegri stellingu.

Kínverska ríkissjónvarpið ætlar að framleiða 40 sjónvarpsþætti sem fjalla um ævi bardagastjörnunnar Bruce Lee. Goðsögnin um Bruce Lee er nú tekin upp í suðurhluta Kína en leikarinn Chan Kwok-kwan leikur Bruce Lee. Hann segist bæði vera „taugaóstyrkur og spenntur“ fyrir því að takast á við hlutverkið.

Lee, sem fæddist í San Francisco, öðlaðist frægð með því að leika í yfir 40 kung fu myndum, en meðal frægustu mynda hans eru Enter the Dragon og The Big Boss.

Hann lést í Hong Kong árið 1973 en bólga sem myndaðist í heila kappans dró hann til dauða. Hann var 32ja ára gamall.

Upptökur á þáttunum hófust í síðustu viku í Shunde í Guangdong-héraðinu sem er í Suður-Kína. Þar opnaði safn sem er tileinkað Lee fyrir fimm árum, að því er segir á vef BBC.

Faðir og afi Bruce Lee fæddust jafnframt í Shunde, en Lee kom þangað aðeins einu sinni þegar hann var fimm ára.

Litið er á framleiðslu þáttanna sem leið fyrir kínversk yfirvöld að kynna kínverska menningu á alþjóðagrundvelli fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Peking á næsta ári.

Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua segir að þættirnir, sem kosta rúma 400 milljónir kr. í framleiðslu, verði einnig teknir upp að hluta í Hong Kong og Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan