Richards sparkaði í Wood á sviði

Ron Woods.
Ron Woods. AP

Rokkarinn Keith Richards er ekkert sérstaklega ánægður með að félagi hans í Rolling Stones, Ronnie Wood, sé hættur öllu sukki. Wood, sem er 59 ára gamall, segir að tilraunir sínar til þess að lifa heilbrigðu lífi hafi farið svo í taugarnar á Richards að hann hafi sparkað í sig á sviði.

„Hann er ekki ánægður með að ég sé edrú. Og ég er feginn að við erum ekki á tónleikaferðalagi núna því það er mjög erfitt fyrir mig að vera á sviði þessa dagana. Keith sparkaði meira að segja í mig á sviði, þannig að það blæddi inn á vöðva," sagði Wood, en bætti því þó við að Richards hefði beðið sig afsökunar á sparkinu.

Wood hefur verið edrú í nokkra mánuði en viðurkennir þó að tónleikaferðalög geti verið leiðinleg án áfengis. Þótt Richards hafi kvartað undan þessu háttalagi Woods hafa hinir meðlimir sveitarinnar, þeir Mick Jagger og Charlie Watts, hvatt hann til dáða og lýst ánægju sinni með nýjan lífstíl Woods.

Richards er hins vegar við sama heygarðshornið og nýlega bannaði Disney fyrirtækið honum að taka þátt í kynningarstarfsemi vegna nýjustu Pirates of the Caribbean myndainnar sem Richards leikur einmitt í. Ástæðan var sögð óheilbrigt líferni rokkarans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir