Fótbolti eykur frjósemi í Þýskalandi

Á eftir bolta kemur barn.
Á eftir bolta kemur barn. mbl.is/Brynjar Gauti

Í Þýskalandi hefur orðið vart við svolítinn kipp í barnsfæðingum undanfarin mánuð og telja fréttaskýrendur ljóst að ástæðan fyrir því sé fótbolti. Sænskur blaðamaður hefur komist að því að á fæðingardeild Vivantes sjúkrahúsinu í Berlín hafi fæðst 11% fleiri börn í mars en á sama tíma í fyrra.

Samkvæmt frétt í Dagens Nyheter eru liðnir níu mánuðir frá því að Þýskaland vann Svíþjóð í sextán liða undanúrslitum 2-0 og gleðin sem því fylgdi veitti mörgum þýskum pörum barnalán.

Að sögn Rolf Kliche á fæðingardeildinni í Kassel er þetta ekkert ólíklegt. Hann segir að glatt fólk sé líklegra til að verða ólétt.

Sænski blaðamaðurinn rannsakaði reyndar ekki hvort færri börn hafi að sama skapi fæðst í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir