Bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut lést í New York 84 ára að aldri. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar nutu sögur hans hann mikllar hylli meðal námsmanna í Bandaríkjunum, en viðhorf söguhetjanna voru yfirleitt á skjön við hið viðteknar félagslegar hefðir. Vonnegut skrifaði leikrit, greinar og smásögur.
Sá atburður sem markaði hvað dýpstu spor í lífi Vonneguts var þegar hersveitir bandamanna vörpuðu sprengjum yfir Dresden í Þýskalandi árið 1945, en á þeim tíma var Vonnegut ungur stríðsfangi Þjóðverja í borginni.
Þekktasta verk Vonneguts Slaughterhouse Five byggir á þessari lífsreynslu rithöfundarins. Bókin var endurútgefin árið 1969 þegar Víetnamstríðið og kynþáttaóeirðir í Bandaríkjunum voru algleymingi auk þess sem miklar félagslegar og menningarlega breytingar voru að eiga sér stað í landinu.
Vonnegut kom til Íslands á bókmenntahátíð árið 1987 og vakti mikla athygli