Kurt Vonnegut látinn

Kurt Vonnegut.
Kurt Vonnegut. Reuters

Bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut lést í New York 84 ára að aldri. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar nutu sögur hans hann mikllar hylli meðal námsmanna í Bandaríkjunum, en viðhorf söguhetjanna voru yfirleitt á skjön við hið viðteknar félagslegar hefðir. Vonnegut skrifaði leikrit, greinar og smásögur.

Sá atburður sem markaði hvað dýpstu spor í lífi Vonneguts var þegar hersveitir bandamanna vörpuðu sprengjum yfir Dresden í Þýskalandi árið 1945, en á þeim tíma var Vonnegut ungur stríðsfangi Þjóðverja í borginni.

Þekktasta verk Vonneguts Slaughterhouse Five byggir á þessari lífsreynslu rithöfundarins. Bókin var endurútgefin árið 1969 þegar Víetnamstríðið og kynþáttaóeirðir í Bandaríkjunum voru algleymingi auk þess sem miklar félagslegar og menningarlega breytingar voru að eiga sér stað í landinu.

Vonnegut kom til Íslands á bókmenntahátíð árið 1987 og vakti mikla athygli

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir