CBS rak Don Imus

Bandaríska sjónvarps- og útvarpsstöðin CBS rak í gær útvarpsmanninn Don Imus í kjölfar harðra deilna, sem spruttu upp vegna ummæla útvarpsmannsins, sem þóttu bera vott um kynþáttafordóma. Nokkur fyrirtæki drógu auglýsingar í útvarpsþætti hans, Morning, til baka og margir kunnir einstaklingar lýstu því yfir, að þeir myndu ekki framar mæta í þáttinn.

Ummælin, sem Imus viðhafði, voru um körfuboltalið kvenna hjá Rutgersháskóla. Stúlkurnar í liðinu eru flestar þeldökkar og Imus kallaði þær „nappy-headed hos". Ho er slanguryrði fyrir vændiskonu og nappy-headed er niðurlægjandi lýsingarorð, sem stundum er notað um hrokkið hár blökkumanna.

Imus hefur áður valdið deilum með ummælum sínum í útvarpi en útvarpsþáttur hans hefur notið vinsælda og margir kunnir einstaklingar hafa komið þar fram. Um 3,5 milljónir manna hlustuðu vikulega á þáttinn árið 2005.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar