Fjórtán keppendur í Óbeislaðri fegurð

Hluti keppenda í óbeislaðri fegurð.
Hluti keppenda í óbeislaðri fegurð. mynd/bb.is

Tæp vika er þar til fegurðarsamkeppnin Óbeisluð fegurð fer fram í félagsheimilinu í Hnífsdal. Fjórtán keppendur hafa skráð sig til leiks, sex karlar og átta konur, og segir Matthildur Helgadóttir, einn aðstandenda keppninnar, að ekki verði tekið á móti fleiri skráningum.

„Það er þó aldrei að vita, ef einhver ómótstæðilegur suðari kemur og vill vera með,“ bætir hún við.

Keppendurnir eru kynntir á heimasíðu Óbeislaðrar fegurðar en þeir hittust í fyrsta sinn í vikunni. Fimm manns verða í dómnefnd, sem í sitja Barði Önundarson, bóndi á Hafrafelli á Barðaströnd, Björk Ingadóttir, móðir og norn úr Hnífsdal, Jón Guðni Guðmundsson frá Bolungarvík, þekktur hrossaræktandi og dómari, Þórey Vilhjálmsdóttir, viðskiptafræðingur úr Reykjavík og formaður V dagsins á Íslandi. Enn á eftir að staðfesta fimmta manninn, en að sögn Matthildar er unnið hörðum höndum að því að ganga frá því.

Dagskrá keppninnar er óðum að taka á sig mynd, en fyrir utan sjálfa keppnina verður á dagskrá einleikur í flutningi Ársæls Níelssonar, auk söngatriða. Þá mætir hagyrðingur á svæðið. Um veitingar á keppninni sér Magnús Hauksson, en að keppni lokið verður slegið upp dansleik. Veislustjóri verður Halldór Jónsson.

Keppnin fram í félagsheimilinu í Hnífsdal, að kvöldi miðvikudagsins 18. apríl. Heimasíða keppninnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar