Höfrungar í herþjónustu

Bandaríski sjóherinn er með höfrunga og sæljón í sinni þjónustu.
Bandaríski sjóherinn er með höfrunga og sæljón í sinni þjónustu. AP

Höfrungar og sæljón eru besta vopnið sem bandaríski sjóherinn hefur gegn hryðjuverkum neðansjávar. Í bækistöð sjóhersins í San Diego gegna um 75 höfrungar og 25 sæljón herþjónustu. Þau eru þjálfuð til að finna sprengjur og tundurdufl og geta numið froskmenn í myrkum vötnum í grennd við kafbáta og herstöðvar.

Dýrin eru þjálfuð til að setja blikkandi ljós í grennd við dufl og sprengjur og geta sett fjötra utan um fætur kafara sem sjóliðar geta síðan halað upp á yfirborðið með línu sem liggur í fjötrana.

Point Loma bækistöðin opnaði dyr sínar fyrir fréttamönnum í fyrsta sinn síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak. Ástæðan var sú að 30 höfrungar verða sendir innan skamms til að verja of Kitsap-Bangor flotastöðina í Washington-ríki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir