Maradona aftur fluttur á sjúkrahús

Diego Maradona hefur átt við áfengisfíkn að stríða.
Diego Maradona hefur átt við áfengisfíkn að stríða. Reuters

Argentínski knattspyrnumaðurinn Diego Maradona var fluttur á sjúkrahús í Buenos Aires í morgun vegna verkja í kviðarholi. Maradona yfirgaf sjúkrahús fyrir tveimur dögum en hann var þar til meðferðar vegna lifrarbólgu og annarra afleiðinga ofneyslu áfengis.

Maradona, sem er 46 ára, var fluttur á neyðarmóttölu sjúkrahúss snemma í morgun.

Læknir, sem stundaði Maradona, sagði í gær að knattspyrnumaðurinn þyrfti að fá meðferð vegna áfengismisnotkunar það sem eftir væri ævinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup