Nýtt par í Hollywood?

Reese Witherspoone.
Reese Witherspoone. AP

Sá orðrómur gengur fjöllunum hærra í Hollywood að leikararnir Jake Gyllenhaal og Reese Witherspoon séu að hittast á laun.

Witherspoon skildi við eiginmann sinn og föður tveggja barna sinna, Ryan Phillippe, á síðasta ári og var ekki að leita að nýju sambandi en rómantíkin sem myndaðist á milli hennar og Gyllenhaal er ekta, hefur tímaritið People eftir tveimur heimildarmönnum.

Gyllenhaal og Witherspoon eru gamlir kunningjar en eftir að þau léku saman í myndinni Rendition kviknaði ástin á milli þeirra. "Samband þeirra fór hægt af stað, byrjaði sem vinátta en þróaðist svo út í mikla hrifningu hjá þeim báðum," segir heimildamaður.

Witherspoon, sem er 31 árs, eyddi páskunum með börnum sínum, Övu, 7 ára, og Deacon, 3 ára, í Beverly Hills. Á sama tíma ferðaðist Gyllenhaal, sem er 26 ára, um Kaliforníu með foreldrum sínum. Sagt er að eitt af því sem Gyllenhaal finnist svo aðlaðandi við Witherspoon sé hversu góð móðir hún er, hann er mikið fyrir börn og vill eignast fjölskyldu í framtíðinni. Þau virðast eiga vel saman; hafa bæði gaman af því að lesa, stunda líkamsrækt og borða indverskan mat. Tvisvar hefur sést til þeirra úti að borða nýverið, í Los Angeles og New York. Þau vilja bæði vernda einkalíf sitt og þykja henta hvort öðru vel, eru rólegt fjölskyldufólk, stunda vinnu sína af kappi og eru lítið fyrir að fara út að skemmta sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen