Bretaprins og kærastan hætt saman

Breska blaðið Sun segir í dag að þau Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton séu hætt saman. Þau hafi tekið þessa ákvörðun í sátt og samlyndi. Breska konungsfjölskyldan vill ekki tjá sig um málið og segist ekki ræða einkalíf prinsins.

Blaðið segir að ástæðan fyrir sambandsslitunum sé hið mikla álag, sem verið hafi á unga parinu og einnig herskylda Vilhjálms en hann útskrifaðist fyrr á árinu frá Sandhurst herskólanum.

Prinsinn, sem er 24 ára, og Middleton, sem er 22 ára, hittust í St. Andrews háskólanum í Skotlandi og hafa verið í sambandi í nokkur ár. Breskir fjölmiðlar hafa setið um Middleton á undanförnum mánuðum eftir að orðrómur fór á kreik um að þau Vilhjálmur ætluðu að opinbera trúlofun sína.

Kate Middleton.
Kate Middleton. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar